Vilja byggja tvær hæðir ofan á Hafnargötu 57
Til stendur að byggja tvær hæðir ofan á byggingu við Hafnargötu 57, en Mænir 230 ehf. hefur lagt inn fyrirspurn þess efnis til Reykjanesbæjar. Byggingin sem um ræðir er tengd Park inn by Radison hótel og verður jafn há hótelbyggingunni ef af áformunum verður.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar tók erindið fyrir á fundi sínum og samþykkti að senda í grenndarkynningu.