Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjatrommari vekur athygli á EM – Myndband!

Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu hafa vakið mikla athygli í Frakklandi undanfarna daga, fyrir líflega og prúðmannlega framkomu. Myndband af einum trommara Tólfunnar, sem er stuðningsmannafélag landsliðsins hefur vakið töluverða athygli á veraldarvefnum, en myndbandið sýnir Suðurnesjamanninn Jóhann D. Bianco slá taktinn eins og enginn sé morgundagurinn.

Þegar þetta er ritað hefur myndbandinu, sem er að finna hér fyrir neðan, verið deilt yfir 120 sinnum, og hafa tæplega 100.000 manns horft á það.