Nýjast á Local Suðurnes

Auglýsing Joe and the juice í FLE tekin úr birtingu

Umdeild auglýsing kaffihúsakeðjunnar Joe and the juice sem birt var í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var tekin úr birtingu seinnipartinn í dag, en auglýsingin sem gaf í skyn að enga þjónustu væri að fá fyrir komufarþega á leiðinni frá flugstöðvarbyggingunni til Reykjavíkur vakti mikla athygli og óánægju á meðal Suðurnesjamanna í dag.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isvaia, sagði við Stundina að ekki hafi verið um auglýsingaskilti að ræða heldur auglýsingu á skjá í komusal og því hafi verið hægt að taka hana úr birtingu með skömmum fyrirvara.

„Eftir að gagnrýni á auglýsinguna kom upp var það sameiginleg ákvörðun rekstraraðila Joe & the Juice og Isavia að best væri að skipta auglýsingunni út. Þar sem þetta var rafræn auglýsing í skjá var auðsótt mál að taka auglýsinguna úr birtingu strax.“