Nýjast á Local Suðurnes

Sindri Kristinn semur við FH til þriggja ára

Keflavíkurmarkvörður­inn Sindri Krist­inn Ólafs­son hef­ur gert þriggja ára samn­ing við FH. Sindri Kristinn hefur leikið allan sinn feril með Kefla­vík.

Markvörðurinn knái gerir þriggja ára samning við Hafnarfjarðarliðið, samkvæmt tilkynningu frá FH.

Sindri Kristinn lék 82 leiki með Kefla­vík í efstu deild og 65 í 1. deild­inni. Þá lék hann á sín­um tíma 17 leiki fyr­ir yngri landslið Íslands og var valinn í A-landsliðið í æfingaleiki sem fram fóru á dögunum.