Nýjast á Local Suðurnes

Dæmdur fyrir kynferðislega áreitni á KEF

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í vikunni karlmann í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni á Keflavíkurflugvelli í júní á síðasta ári.

Maðurinn kom aftan að konu sem var að afgreiða farþega í flugstöðinni, tók um upphandleggi hennar og strauk þá upp og niður. Stuttu síðar sló hann konuna í rassinn.

Maðurinn kom fyrir dóminn og játaði háttsemi sína. Auk skilorðsins var honum gert að að greiða konunni 200 þúsund krónur í miskabætur.