Nýjast á Local Suðurnes

Söfnun fyrir fjölskyldu Ölmu Þallar

Hafin hefur verið söfnun til styrktar fjölskyldu Ölmu Þallar Ólafsdóttur, sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi á fimmtudagsmorgun. Alma Þöll var aðeins 18 ára gömul, fædd árið 1998.

Vonast aðstandendur söfnunarinnar til að sem flestir sjái sér fært að leggja inn og eiga þátt í að létta undir með fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum.

Reikningsnúmerið er 0143-05-060699 kt. 111167-5409