Nýjast á Local Suðurnes

Fimm af Suðurnesjum taka þátt í leit að pilti í Sölvadal

Fimm félagar úr Björgunarsveitinni Suðurnes taka þátt í leit að dreng sem féll í Núpá í Sölvadal.

Eru þeir hluti af hóp björgunarmanna SL og kafara Landhelgisgæslunnar sem fengu far með C130 Herkúles vél danska hersins.

Aðstæðurnar fyrir norðan eru mjög erfiðar. Veðrið í gær var ekki með besta móti og varð að hætta leit í gærkvöldi vegna krapaflóðshættu í ánni, einnig er mikið rafmagnsleysi á svæðinu sem veldur truflunum í fjarskiptum. Allt þetta gerir þetta leitina enn erfiðari. Í tilkynningu á Facebooksíðu BS kemu fram að þeir sem fóru norður hafi góða reynslu af björgunarstöfum.