Nýjast á Local Suðurnes

Keilir fékk ekki lögregluskólann

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra hyggst ganga til samn­inga við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri vegna kennslu- og rann­sókn­ar­starf­semi á sviði lög­reglu­fræða. Þetta kem­ur fram á vef ráðuneyt­is­ins. Ríkiskaup auglýstu val á fram­kvæmd­araðila og héldu utan um mats­ferlið. Fjór­ir aðilar skiluðu inn gögn­um: Há­skóli Íslands í samstarfi við Keili, Há­skól­inn á Ak­ur­eyri, Há­skól­inn á Bif­röst og Há­skól­inn í Reykja­vík.

Að mati ráðherra upp­fyllti Há­skól­inn á Ak­ur­eyri mjög vel þær kröf­ur sem gerðar eru um gæði náms og aðbúnað til lög­reglu­mennt­un­ar. Þá tel­ur ráðherra aðstæður við HA til þess falln­ar að gera nem­end­um af land­inu öllu kleift að leggja stund á lög­reglu­nám.