Samúel Kári færir sig um set

Norska félagið Viking hefur fengið Samúel Kára Friðjónsson á láni frá Valerenga en lánssamningurinn gildir út komandi tímabil í Noregi.
Frá þessu er greint á vefsíðunni fotbolti.net. Samúel Kári er 22 ára gamall en hann kom til Valerenga frá Reading á Englandi árið 2016.
„Viking er stórt félag sem ég hlakka til að spila með. Verkefnið sem félagið byrjaði með í fyrra er virkilega spennandi og ég hlakka til að taka þátt í því,” sagði Samúel Kári.