Nýjast á Local Suðurnes

Ölvaður ökumaður í slæmum málum

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina var grunaður um ölvun við akstur og að vera jafnframt undir áhrifum fíkniefna. Hann ók  öfugu megin inn á hringtorg og eftir það langt yfir gildandi hámarkshraða sem er 50 km á klukkustund.

Annar ökumaður reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi og var þetta í annað sinn sem lögregla hafði afskipti af honum undir stýri.

Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og einir þrír höfðu neytt áfengis. Þeir voru þó allir undir mörkum og akstur þeirra því stöðvaður.