Nýjast á Local Suðurnes

Ákærður fyrir að hafa stofnað lífi vegfarenda í hættu – Ók á öðru hundraðinu um Hafnargötu

Karl­maður um tvítugt hef­ur verið ákærður fyr­ir að hafa í tvígang stofnað lífi og heilsu annarra veg­far­enda í háska með því að hafa ekið bif­reið sinni á allt að 200 km hraða, innanbæjar í Reykja­nes­bæ, á Reykja­nes­braut og á Hafna­vegi. Maður­inn ekki stöðvun­ar­skyldu lög­reglu og stakk af.

Samkvæmt ákæru ók maður­inn um Hafn­ar­götu og Njarðarbraut, ná­lægt Hljóma­höll á allt að 139 km hraða, en leyfður há­marks­hraði er þar 50 km hraði. Hélt maður­inn áfram í átt að Innri-Njarðvík á allt að 170 km hraða þar sem há­marks­hraði er áfram 50 km á klst. Maður­inn hélt áfram á aust­ur Stapa­braut og á hring­torgi við Njarðvík­ur­veg tók hann stefn­una í átt að Reykja­nes­braut og þar í vest­ur átt að Fitj­um á allt að 180 km hraða, en há­marks­hraði þar er 90 km á klst.

Fór maður­inn því næst suður Hafna­veg og svo suður Þjóðbraut á allt að 140 km hraða og var hann þá aft­ur kom­inn á 50 km svæði. Næst lá leiðin aust­ur Græ­nás­braut og inn á Aust­ur­braut, án þess að virða stöðvun­ar­skyldu á gatna­mót­um, og á ný að Hafna­vegi og á Reykja­nes­braut og í átt að Grinda­vík­ur­vegi. Þar mæld­ist hann á allt að 200 km hraða þar sem há­marks­hraði er 90 km á klst. Sneri maður­inn þar við og hélt aft­ur í átt að Kefla­vík og inn á Dals­braut þar sem lög­regla missti sjón­ar á bif­reiðinni en fann hana skömmu síðar í bíla­stæði við Dals­braut.

Lögregla hafði aftur afskipti af manninum, samkvæmt ákærunni. Í seinna skiptið sem átti sér stað hálf­um mánuði síðar, eða 22. apríl, var hann aft­ur á sömu bif­reið og án öku­rétt­inda og ók aust­ur Græ­nás­braut á 181 km hraða eft­ir að lög­regla hafði gefið hon­um merki um að stöðva bif­reiðina. Hélt eft­ir­för lög­reglu áfram suður Heiðar­tröð, norður Klettatröð, aust­ur Flug­vall­ar­veg og inn á Hafna­veg og í átt að Höfn­um á allt að 200 km hraða, en há­marks­hraði þar er 70 km á klst. Þar missti lög­regla sjón­ar af bif­reiðinni en fann hana síðar mann­lausa við Gunnu­hver.

Fram kem­ur í ákær­unni að maður­inn hafi með hátt­semi sinni „raskað um­ferðarör­yggi á al­far­ar­leið og stofnað á ófyr­ir­leit­inn hátt lífi og heilsu annarra veg­far­enda í aug­ljós­an hásaka, þar á meðal lög­reglu­mann­anna sem reyndu að stöðva akst­ur­inn.“ Tekið er fram að í fyrra skiptið hafi verið um að ræða ofsa­akst­ur í þétt­býli þar sem vænta má um­ferðar á öll­um tím­um sól­ar­hrings og að skyggni hafi verið slæmt vegna myrk­urs.

Í síðara til­fell­inu er ökumaður­inn einnig sagður hafa stefnt lífi og heilsu tveggja farþega sem voru í bif­reiðinni í hættu.