Nýjast á Local Suðurnes

Andlit Bæjarins færðu Hæfingarstöðinni myndir að gjöf

Ljósop, félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum færði Hæfingarstöðinni 13 myndir að gjöf á dögunum, myndirnar voru teknar í sumar í tengslum við verkefnið Andlit bæjarins. Hugmyndin af verkefninu kviknaði í byrjun árs 2015 þegar félagar í Ljósop ákváðu að gera lítið verkefni fyrir Safnahelgi í Reykjanesbæ, verkefnið stækkaði fljótlega og innan skamms voru félagar í Ljósopi búin að mynda yfir 500 andlit. Sýningin sem átti að vera lítil sýning á Safnahelgi varð að aðalsýningu Ljósaætur 2015.

Ljósopsfélagar hafa heimsótt bæði Nesvelli og Hæfingarstöðina og myndað starfsfólk og vistmenn þessara staða þar sem það hefur ekki haft kost á því að koma á opnar myndatökur.

Við vorum í jólaskapi fyrir helgi og færðum Hæfingarstöðin að gjöf myndir af 13 frábærum krökkum sem við mynduðum í sumar. Þau voru fljót að finna flottann vegg þar sem við hengdum myndirnar upp. Segir á facebook-síðu Andllita Bæjarins.

haefingastodin andlit baejarins