Nýjast á Local Suðurnes

Umhverfisverðlaun Grindavíkurbæjar – Geo Hotel fékk verðlaun fyrir vel heppnaðar breytingar

Leynisbrú 1 fékk verðaun fyrir fallegan garð

Umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkurbæjar auglýsti á dögunum eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna ársins 2015. Fjölmargar góðar tilnefningar bárust og var úr vöndu að ráða fyrir nefndina enda margir glæsilegir og vel hirtir garðar í Grindavík eins og annarstaðar á Suðurnesjum.

Eftir að hafa farið í skoðunarferð um bæinn og skoðað alla þá garða sem tilnefndir voru komst nefndin þó að niðurstöðu, og fengu eftirfarandi garðar afhent verðlaun í gær:

Verðlaun fyrir fallegan og gróin garð: Leynisbrún 1
Verðlaun fyrir fallegan og gróin garð: Mánagata 21
Verðlaun fyrir vel heppnaða ræktun við erfiðar aðstæður: Vesturhóp 16
Verðlaun fyrir vel heppnaða endurgerð á gömlu húsi: Geo hótel

festi

Geo Hotel fékk verðlaun fyrir vel heppnaða endurgerð á gömlu húsi