Nýjast á Local Suðurnes

Kennarar og nemendur FS taka þátt í Mottumars

Mottumars átakið er í fullum gangi um þessar mundir, en eins og flestum er kunnugt er verkefnið á vegum Krabbameinsfélags Íslands og liður í baráttunni gegn krabbameini hjá karlmönnum, en árlega greinast um 750 karlmenn með krabbamein á Íslandi.

Kennarar og nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja taka þátt í verkefninu að þessu sinni og er liðið á meðal þeirra efstu í söfnuninni um þessar mundir. Hægt er að ganga til liðs við FS eða styrkja liðið með því að kíkja á síðu liðsins.

Alls söfnuðust tæplega 46,3 millijónir í átaki Mottumars 2015 og var um helmingi fjárins veitt til rannsókna.