Heitavatnslaust í hluta Sandgerðis fram eftir degi vegna færslu lagna

Vegna vinnu við nýtt hringtorg og færslu hitaveitu verður heitavatnslaust í hluta Sandgerðishverfis Suðurnesjabæjar frá 8:30 í dag og frameftir degi.
Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu HS Veitna en þar kemur jafnframt fram að fyrirtækið hafi þegar sent þeim viðskiptavinum sem eru með GSM númer á skrá hjá fyrirtækinu tilkynningu senda í SMS.