Fasteignagjöld hæst í Keflavík en lægst í Grindavík
Fasteignagjöld eru þriðja árið í röð hæst í Keflavík, 453 þ.kr. en voru 389 þ.kr. fyrir ári síðan. Gjöldin eru lægst í Grindavík 259 þ.kr. og næst lægst í Bolungarvík 260 þ.kr. Gjöldin í Grindavík eru 57% af gjöldum í Keflavík.
Þetta kemur fram í nýrri úttekt Byggðarstofnunnar, en viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti. Stærð lóðar er 808 m2. Fasteignagjöldin eru reiknuð út samkvæmt núgildandi fasteignamati sem gildir frá 31. desember 2018 og samkvæmt álagningarreglum ársins 2019 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi.