Nýjast á Local Suðurnes

Ítrekað ekið gegn einstefnu við Greniteig – “Ekki mikið sem við getum gert”

Töluvert er um að ökumenn virði ekki einstefnu og hraðatakmarkanir við Greniteig í Reykjanesbæ og eru dæmi um að lögregan á Suðurnesjum hafi svipt ökumenn ökuréttindum vegna hraðaksturs á götum þar sem hámarkshraði er 30 km. á klst..

Söngkonan góðkunna Leoncie býr við Greniteig, en hún segist ítrekað verða vitni, bæði að ógætilegum akstri og akstri gegn einstefnu, og hún vandar starfsmönnum Reyjanesbæjar ekki kveðjurnar vegna þessara mála.

“Það er EINSTEFNU skilti  sem reykjanesbærs óvitar settu upp í limgerði nágranna mins á horninu af greniteigi 2 við vesturgötu. Áður fyrr var skiltið á bílaplani Samkaup strax. Við skiljum ekki hvers vegna þetta áberandi skilti var fært yfir götuna.

Dags daglega  eru folk í óréttu ráði að koma fljugandi á móti umferðinni á móti okkur þegar við erum að keyra inn frá vesturgötu inn í Greniteigin.” Sagði söngkonan í tölvupósti.

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Umhverfis- og skiplagssviðs Reyjanesbæjar sagði í spjalli við blaðamann, þegar svipuð umræða kom upp á síðasta ári, að ekki stæði til að fara í aðgerðir við þessar götur, en Reykjanesbær sendi bréf til allra íbúa við Greniteig og mæltist til að fólk æki gætilega.

“Við sendum bréf á alla í götunni um að aka gætilega, þá stórlega dró úr hraðakstri. Þetta er einstefnugata með hraðahindrunum. Ekki mikið meira sem við getum gert.” Sagði Guðlaugur. “Það væri þá helst að loka götunni í miðjunni og gera tvo botnlanga – Og það stendur ekki til.” Sagði Guðlaugur.