Nýjast á Local Suðurnes

Fá að byggja fjórar hæðir ofan á hús við Hafnargötu – Gera ráð fyrir 16 íbúðum

Til stendur að byggja fjórar hæðir ofan á núverandi verslunarhúsnæði við Hafnargötu 29 og koma þar fyrir 16 íbúðum. Þá er gert ráð fyrir bílageymslu á baklóð með að minnsta kosti 16 stæðum. Samtals er sótt um stækkun húsnæðisins sem nemur allt að 2000 fermetrum.

Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar á dögunum kom fram að málið hafi verið sent í grenndarkynningu og að engar athugasemdir hafi borist við fyrirhugarðar breytingar og eru áformin því samþykkt af ráðinu.