Nýjast á Local Suðurnes

Davíð og Þröstur með brons á Smáþjóðaleikunum

Sundfólk af Suðurnesjum hóf keppni í dag á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í San Maríno, eftir erfitt ferðalag á áfangastað.

Davíð Hildi­berg Aðal­steins­son keppti í 200 metra bring­u­sundi karla, og hreppti bronsið, en tími hans var 2:09,76 mín­út­ur. Þröst­ur Bjarna­son fékk einnig brons, en í 200 metra flugsundi. Tími Þrastar var 2:12,51 mín­út­ur.

Sunn­eva Dögg Friðriks­dótt­ir varð fjórða í 200 metra fjór­sundi á 2:26,34 mín­út­um. Þá keppti Íris Ósk Hilm­ars­dótt­ir synti til úr­slita í 200 metra baksundi og hafnaði í átt­unda sæti á tím­an­um 2:30,99 mín­út­um.