Nýjast á Local Suðurnes

Theodór sló Íslandsmet í skotfimi

Theodór Kjartansson hjá Skotdeild Keflavíkur sló eigið Íslansmet á sunnudag á Landsmóti STÍ í 300 metra liggjandi skotfimi sem haldið var hjá Skotdeild Keflavíkur á Hafnarheiðinni. Hann skoraði 574 stig en hans fyrra met var 572 stig sem hann skaut á Landsmóti hjá Skyttunum árið 2013.

2 lið kepptu í dag, Skotdeild Keflavíkur og Skotíþróttafélag Kópavogs þar sem Skotíþróttafélag Kópavogs hafi betur en vindur olli keppendum smá vandræðum þar sem hann sneri sér úr austri í vestur rétt áður en lokahrinan með síðustu 10 skotunum var skotin.

Í fyrsta sæti var Theodór hjá Skotdeild Keflavíkur með 574 stig, í öðru sæti var Arnfinnur hjá Skotíþróttafélagi Kópavogs með 569 stig og í því þriðja var Hannes einnig hjá Skotíþróttafélagi Kópavogs með 500 stig.

Stórskemmtilegt mót þar sem línurnar voru lagðar fyrir næsta mót sem veðrður Íslandsmótið í þessari grein og verður þann 29. ágúst næstkomandi.