Andri Rúnar enn á skotskónum – Grindavík lagði ÍBV

Grindvíkingar halda sigurgöngu sinni áfram í Pepsí-deild karla í knattspyrnu, en liðið vann öruggan 3-1 sigur á ÍBV á Grindavíkurvelli í 8. umferð deildarinnar í dag.
Andri Rúnar Bjarnason skoraði fyrsta merkið strax á fjórðu mínútu leiksins eftir laglega stungusendingu frá Alexander Veigari Þórarinssyni. Andri Rúnar átti síðan fína stungusendingu þegar hann lyfti boltanum inn fyrir á Sam Hewson sem bætti öðru marki heimamann við á 23. mínútu. Andri Rúnar bætti svo þriðja markinu við á 40. mínútu, hans níunda mark í deildinni í sumar. Eyjamenn náðu að minnka muninn í 3-1 á 60. mínútu.
Grindvíkingar halda öðru sæti deildarinnar eftir leikinn í dag, með 17 stig.