Nýjast á Local Suðurnes

Ók í veg fyrir dópaðan bílþjóf

Karlmaður á þrítugsaldri sem hugðist stela bifreið frá bílaleigu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um síðastliðna helgi hafði ekki erindi sem erfiði. Starfsmaður bílaleigunnar sá til hans þar sem hann ók af stað, brást hratt við, ók í veg fyrir hann og stöðvaði þar með för hans.

Hinn óprúttni aðili reyndist svo vera sviptur ökuréttindum. Hann var með meint amfetamín í veski sínu auk þess sem hann var grunaður um fíkniefnaneyslu. Hann játaði brot sín greiðlega við skýrslutöku hjá lögreglu.