Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær bregst við auknu atvinnuleysi – Framkvæma fyrir rúman milljarð

Myndin tengist fréttinni ekki beint Mynd: Facebook/Ellert Skúlason

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt tillögur um að breyta fjárfestingaráætlun Reykjanesbæjar 2020 með það að markmiði að fjölga störfum.

Þannig leggur bæjarráð til að ráðist verði í auknar framkvæmdir og önnur úrræði að upphæð kr. 462.000.000 til viðbótar þeim kr. 700.000.000 sem þegar hafa verið samþykktar í fjárhagsáætlun 2020 og hefur framkvæmdastjóra umhverfis-og skipulagssviðs verið falið að koma þessu í framkvæmd.