Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar þjófstörtuðu þorra með geggjaðri flugeldasýningu – Myndband!

Einkar glæsilegt þorrablót Keflavíkur stendur nú yfir í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Úrvalshópi frábærra listamanna kemur fram á blótinu, en þar má meðal annars nefna Sverri Bergmann og hljómsveitina Albatross ásamt söngkonunni Röggu Gísla. Veislustjóri er Sólmundur Hólm. Þá mun Veðurguðinn Ingó ásamt sérstökum gesti sjá  um fjöldasöng og litla ballið.

Keflvíkingar hófu kvöldið með stæl eins og búast mátti við, en menn skelltu í glæsilegra flugelasýningu í upphafi kvölds eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.