Nýjast á Local Suðurnes

Víðir vann Lengjubikarinn – Ellefu gul spjöld í hörku grannaslag

Víðismenn lögðu Njarðvíkinga að velli í úsrslitaleik B-deildar Lengjubikarsins í Reykjaneshöll í gær, með einu marki gegn engu. Um hörkuleik var að ræða þar sem ellefu gul spjöld fóru á loft, þar af sjö á síðustu mínútum leiksins, þegar Njarðvíkingar lögðu allt kapp á að jafna.

Sigurmark Víðismanna skoraði Aleksandar Stojkovic á níundu mínútu leiksins.

Bæði lið leika í 2. deildinni á komandi tímabili og er Víðismönnum spáð 8. sæti og Njarðvíkingum því fjórða í árlegri spá Fótbolta.net.