Nýjast á Local Suðurnes

Grannaslagur af bestu gerð í Njarðvík á fimmtudag

Níunda umferð 2. deildarinnar í knattspyrnu hefst á morgun, fimmtudag, með leik í öflugri kantinum, þegar Njarðvíkingar taka á móti Víði í á Njarðtaksvellinum.

Njarðvíkingar eru í toppsæti deildarinnar með 17 stig eftir átta leiki á meðan Víðir er í 5.-6. sæti með 12 stig, en deildin er afar jöfn í ár. Leikmenn beggja liða hafa verið á skotskónum í sumar og hafa Njarðvíkingar skorað 19 mörk í 8 leikjum sínum í deildinni og Víðismenn 17, bæði lið eiga menn á lista yfir markahæstu menn deildarinnar, en Njarðvíkingurinn Andri Fannar Freysson og Víðismaðurinn Helgi Þór Jónsson hafa báðir skorað fjögur mörk fyrir lið sín.

Liðin mættust síðast í Íslandsmóti sumarið 2009 og sigruðu Njarðvíkingar báða þá leiki. Víðismenn lögðu hins vegar Njarðvíkinga að velli í úrslitaleik B-deildar Lengjubikarsins í vetur og hömpuðu titlinum.

Veðurspáin fyrir annað kvöld er góð, en spáð er eðal veðri til knattspyrnuiðkunar, 11 stiga hiti, vindur 3 metrar og skýjað.