Nýjast á Local Suðurnes

Undirbúa útboð vegna vinnu við göngustíg á milli Garðs og Sandgerðis

Endanleg lega og hönnun göngustígs á milli Garðs og Sandgerðis hefur verið lögð fram og samþykkt af framkvæmda- og skipulagsráði Suðurnesjabæjar. Þá hefur verið samþykkt að fela Skipulags- og umhverfissviði að undirbúa útboð og grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar.

Gerð stígsins var síðan endanlega samþykkt samhljóða af bæjarstjórn sveitarfélagsins á fundi þann 4. september síðastliðinn.