Nýjast á Local Suðurnes

Miklum verðmætum stolið úr ferðatösku

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um stórþjófnað úr ferðatösku ferðalangs. Þjófnaðurinn  sér stað þegar viðkomandi var á leið til Bandaríkjanna. Verðmæti þess sem stolið var nam hátt á þriðja hundrað þúsund krónum.

Nokkur bið hafði orðið á því að hópurinn sem viðkomandi hafði ferðast með fengi farangur sinn þegar komið var á áfangastað. Við komuna á hótel, þegar tekið var upp úr ferðatöskum, kom í ljós að farið hafði verið í þær sem voru ólæstar og ýmsu stolið úr þeim. Ofangreindur ferðamaður saknaði einkum verðmætra skartgripa en einnig snyrtivara auk fleirri hluta, segir í tilkynningu lögreglu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem farangri er stolið á Keflavíkurflugvelli, en á dögunum urðu tveir flugfarþegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir því að öllum farangri þeirra var stolið.

Þá kemur fram í tilkynningunni að lögreglu hafi einnig borist tilkynning um hnupl úr lyfjaverslun í umdæminu.