Nýjast á Local Suðurnes

Fóru (næstum því) létt með Surströmming áskorunina – Myndband!

Lögreglumenn af Suðurnesjum láta ýmislegt yfir sig ganga, í það minnsta ef möguleiki er á að láta gott málefni njóta þess í leiðinni. Tveir öflugir lögreglumenn tóku áskorun þess efnis að gæða sér á Surströmming síld í þeim tilgangi að safna fé fyrir LETR eða Law enforcement torch run sem eru alþjóðleg góðgerðarsamtök lögreglumanna, en markmið samtakana er að vekja athygli á, og styrkja við Special Olympics.

Hér fyrir neðan má sjá lögreglumennina tvo gæða sér á síldinni úldnu og fara létt með það – Eða svona næstum því.

Rétt er að benda á að enn er hægt að smella hér og leggja málefninu, sem er ofurgott, lið.