Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjaþingmenn ósáttir en kusu ekki gegn tillögu um ráðherraskipan

Mynd: Wikipedia

Eins og fram hefur komið í fréttum er kemur enginn ráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar úr Suðurkjördæmi, en Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra þingmenn kjörna í kjördæminu og Viðreisn einn.

Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson hafa gagnrýnt skipun formanns flokksins í ráðherrastóla, hvorugur greiddi þó atkvæði gegn tillöguni, en Páll Magnússon sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Vilhjálmur Árnasson sagðist í svari við fyrirspurn Suðurnes.net hafa greitt atkvæði með tillögunni en tók fram að hann muni gera grein fyrir afstöðu sinni til málsins þegar fram líða stundir. Ásmundur Friðriksson sagðist í samtali við Suðurnes.net hafa lagt til að Páll fengi ráðherrastól.

“Ég lýsti skoðun minni á ráðherravali flokksins og lagði til að Páll yrði ráðherra en því miður var það ekki niðurstaðan.” Sagði Ásmundur.