Nýjast á Local Suðurnes

Hlaut opið beinbrot eftir fall úr stiga

Karlmaður féll úr stiga í Keflavík í vikunni og slasaðist. Maðurinn var við vinnu í stiganum þegar óhappið átti sér stað. Stiginn rann undan honum með þeim afleiðingum að hann féll úr um tveggja metra hæð.

Hann var fluttur undir læknis hendur og reyndist vera með opið brot á hendi og áverka á mjöðm. Lögreglan á Suðurnesjum hafði samband við Vinnueftirlitið og upplýsti það um atvikið.