Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík fær öflugan erlendan leikmann

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Dominique Hudson um að leika með kvennaliði Keflavíkur á komandi leiktímabili.

Dominique er 165 cm á hæð og spilar sem leikstjórnandi. Hún lék með Gardner Webb í NCAA D1 við góðan orðstír, var í úrvalsliði deildarinnar tvö ár í röð . Dominque hefur verið aðstoðarþjálfari hjá North Carolina A&T auk þess að spila í semi pro deild í USA.

Nokkrir leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Keflvíkinga undanfarin misseri, en liðið hefur á móti endurheimt tvo sterka leikmenn, þær Salbjörgu Rögnu og Ernu Hákonardóttur.