Nýjast á Local Suðurnes

Sumar og sól með Rúnari Hart kemur þér í sumarfílinginn – Myndband!

Koma lóunnar til landsins á dögunum markaði sumarkomuna í hugum margra, við munum þó þurfa að bíða eitthvað örlítið eftir því að hitatölurnar hækki eitthvað að ráði þó veðrið sé blítt. Það er þó ekkert að því að koma sér í smá sumarfíling og lag Rúnars Hartmannssonar, Sumar og sól, er alveg kjörið til þess.

Þó lagið, sem kom út árið 2000 og er af plötunni “Rúnar Hart með þér”, sé gott og komi manni í rétta gírinn er myndbandið við það merkilegra, en það er tekið upp í Höfnum á Reykjanesi og voru flestir þeir sem fram komu í myndbandinu íbúar þar eða ættaðir þaðan.