Nýjast á Local Suðurnes

Mesti vindurinn mælist á Suðurnesjum

Mesti vindur á láglendi í veðurofsanum sem nú gengur yfir sunnanvert landið hefur mælst við Reykjanesvita, 35,5 metrar á sekúndu. Við Fagradalsfjall mældist vindurinn 33,8 metrar á sekúndu.

Lögregla hefur lokað fyrir umferð að gossvæðinu við Fagradalsfjalls vegna veðurhamsins.

Þá hafa björgunarsveitir verið kallaðar út á Suðurnesjum vegna foktjóna, en gámar og ruslatunnur eru á meðal þess sem hefur farið á ferðina.