Nýjast á Local Suðurnes

Svona var ofsaveðrið í Sandgerði árið 1991 – Myndband!

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Björgunarsveitin Suðurnes

Það hefur vart farið framhjá neinum að Veðurstofa Íslands spáir að fárviðri muni skella á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú í dag og samkvæmt fyrrnefndum spám má búast við ofsaveðri eða fárviðri um land allt um kvöldmatarleytið. Þá er vert að taka það fram að spá Veðurstofunnar hljóðar upp á mun verra veður en var í síðustu viku.

Veðurstofan varar við að snjókoma fylgi veðrinu og segir viðlíka storma einungis ganga yfir á tíu til tuttugu ára fresti. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvernig veðrið var í Sandgerði árið 1991, en veðurspánni fyrir daginn í dag hefur verið líkt við ofsaveðrið sem gekk yfir þá.

Myndskeiðið frá Sandgerði hefst á 5. mínútu.