Keilir stefnir að því að bjóða upp á staðnám á Akureyri
Stefnt er að því að Keilir og SÍMEY bjóði upp á Háskólabrú til tveggja ára í staðnámi á Akureyri, en fyrirkomulagið hentar vel þeim sem vilja taka aðfaranám til háskóla með vinnu.
Námsfyrirkomulag svipar til Háskólabrúar með vinnu í fjarnámi þar sem áhersla er lögð á lotunám og eitt fag er tekið fyrir í hvert skipti. Nemendur munu sækja staðlotur þrisvar í viku og fer kennsla fram seinnipart dags auk laugardaga. Fyrst um sinn verður boðið upp á nám á Félagsvísinda- og lagadeild en ef nemendur hafa hug á að stunda nám á annarri deild þá geta þeir sótt þau námskeið í fjarnámi Háskólabrúar.
Boðið verður upp á námið frá haustönn 2017 og er háð lágmarksþátttöku.