Nýjast á Local Suðurnes

Aukning í frávísunum á landamærum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur það sem af er ári frávísað 581 einstaklingum á ytri og innri landamærum Íslands í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fjöldi frávísana á árinu hefur þegar náð þeim fjölda sem frávísað var allt árið 2023, sem voru 439 talsins.

Frávísanir erum framkvæmdar á grundvelli laga um útlendinga en lögregla hefur heimildir til að vísa útlendingum frá landi við komu til landsins m.a. ef þeir uppfylla ekki skilyrði um ferðaheimildir, geta ekki leitt líkum að þeim tilgangi sem gefinn er upp fyrir dvölinni, hafa ekki nægileg fjárráð til dvalar og heimferðar eða slíkt telst nauðsynlegt vegna allsherjarreglu, þjóðaröryggis eða almannaöryggis. Fjöldi frávísana á árinu hefur þegar náð þeim fjölda sem frávísað var allt árið 2023, sem voru 439 talsins. Til samanburðar má geta þess að á 13 ára tímabili, frá 2010-2022, voru frávísanir á Keflavíkurflugvelli aðeins 620, segir í tilkynningu frá lögreglu.

Er aukning frávísana fyrst og fremst afrakstur áherslubreytinga hjá embættinu, auknu landamæraeftirlit skv. lögum um útlendinga og lögum um landamæri nr. 136/2022, meiri gæðum landamæraeftirlits, bættrar þekkingar og eflingu eftirlits á innri landamærum Schengen.