Nýjast á Local Suðurnes

Feðgin verða send úr landi á fimmtudag – Lögreglufylgd á flugvöllinn

Haniye Maleki, ellefu ára og fötluðum afgönskum föður hennar verður vísað úr landi næstkomandi fimmtudag klukkan 11:30 fyrir hádegi. Feðginin fengu þessar fréttir á fundi með lögreglunni í húsakynnum Útlendingastofnunar í morgun.

Mál feðginana Haniye og Abrahim Maleki hefur farið hátt í samfélagsumræðunni síðustu daga. Stúlkan er ríkisfangslaus en hún fæddist sem flóttamaður í Íran. Hún sýnir alvarleg einkenni áfallastreituröskunar og geðlægðar samkvæmt sálfræðimati. Feðginin hafa búið í Reykjanesbæ frá því þau komu hingað til lands og hefur stúlkan sótt skóla í bænum.

Í frétt á vef RÚV kemur fram að þetta hafi komið fram á fundi með Útlendingastofnun og lögreglu í morgun, á fundinum kom einnig fram að feðginin fari í lögreglufylgd út á flugvöll. Þá er þess krafist að þau haldi sig heima fyrir á miðvikudag og fimmtudag fyrir brottvísun.