Brimborg og Orkan lækka verð á hleðslustöðvum

Brimborg Bílorka og Orkan á Fitjum hafa lækkað verð á hleðslu fyrir rafbíla, eftir að tilmæli þess efnis barst frá Almannavörnum.
Brimborg býður heimataxta eða 18,90 kr per kWh á hraðhleðslustöð sinni á Flugvöllum 8 í Reykjanesbæ og Orkan býður hleðsluna á 25 krónur.
Báðar stöðvar eru afkastamiklar og geta hlaðið 8 bíla í einu.