Nýjast á Local Suðurnes

Um 200 ökumenn stöðvaðir og ekki króna í ríkiskassann

Í kvöld voru lögreglumenn á Suðurnesjum með umferðareftirlit á Reykjanesbraut við Voga afleggjara. Lögð var áhersla á kanna með réttindi sem og ástand ökumanna. Um 100 bifreiðar voru stöðvaðar og rætt við ökumenn þeirra.

Gaman er að segja frá því að allir ökumenn sem við ræddum við í kvöld voru með sitt á hreinu og kom ekki króna í ríkiskassann. Okkur langar líka til að þakka þessum ökumönnum fyrir jákvæðar og góðar undirtektir við þessum umferðarátökum sem við erum að sinna þessa dagana, segir í tilkynningu frá lögreglu.

Lögreglan hefur því stöðvað um 200 ökumenn á nokkrum dögum í tengslum við átakið og hafa allir haft allt sitt á hreinu.