Nýjast á Local Suðurnes

Hringtorg á Reykjanesbraut og breytingar á Hafnavegi verði samgönguáætlun samþykkt

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Breytingartillaga við tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015–2018 verður tekin fyrir á alþingi á morgun. Í tillögunni er gert ráð fyrir 300 milljónum króna til framkvæmda á Reykjanesbraut og á Hafnavegi.

Veittar verða 200 milljónir króna vegna tveggja hringtorga á Reykjanesbraut, strax á næsta ári, verði tillagan samþykkt, auk þess sem 100 milljónir króna verða settar í breytingar á Hafnavegi – Í nefndaráliti sem fylgir tillögunni er þó tekið fram að áður en að af framkvæmdum á Hafnarvegi geti orðið þurfi að ráðast í nauðsynlega skipulagsvinnu á svæðinu.

Tillöguna í heild sinni má sjá hér.