Nýjast á Local Suðurnes

Frægir taka þátt í afmælisveislu 11 ára flóttastelpu sem vísað verður úr landi

Ýmsir hafa boðið fram aðstoð sína við framkvæmd skemmtiatriða í afmælisveislu Hanyie, 11 ára flótta­stelpu, sem býr í Reykjanesbæ, en stend­ur til að verði vísað úr landi ásamt föður sínum á næstu vikum, þar á meðal söng­kon­an Þór­unn Ant­on­ía. Feðgin­in mega eiga von á því að fá tveggja daga fyr­ir­vara áður en þeim er vísað úr landi.

„Þór­unn Ant­on­ía bauðst til að syngja; Húlla­dúll­an ætl­ar að vera með sýn­ingu og kenna fólki að húlla og svo hafa strák­ar boðist til þess að út­búa dýr úr blöðrum,“ seg­ir Guðmun­ur Karl Karls­son, einn skipu­leggj­enda í samtali við mbl.

Til stendur að halda veisluna þann 2. ágúst næstkomandi og er hægt að fylgjast með framvindu mála hér. Stofnaður hef­ur verið söfn­un­ar­reikn­ing­ur í nafni Guðmund­ar þar sem hægt er að leggja inn aur í af­mæl­is­gjöf fyr­ir Hanyie. Ekki er mögu­legt að stofna reikn­ing í henn­ar eig­in nafni og held­ur Guðmund­ur því utan um reikn­ing­inn. Þeir sem vilja gefa Hanyie af­mæl­is­gjöf geta lagt inn á reikn­ing: 0513-14-406615 á kenni­tölu 091082-5359.