Nýjast á Local Suðurnes

Opinn fundur um skipulagsmál – Kynna endurskoðað aðalskipulag og Suðurnesjalínu 2

Reykjanesbær stendur fyrir opnum íbúafundi um skipulagsmál. Fundurinn verður haldinn í Bergi Hljómahöll miðvikudaginn 30. nóvember á milli klukkan 17:00 – 19:00.

Á fundinum verður endurskoðað aðalskipulag Reykjanesbæjar 2015 – 2030 kynnt og gefst íbúum tækifæri á að koma skoðunum sínum á framfæri, meðal annars varðandi þéttingu byggðar og staðsetningu iðnaðar. Auk þess gefst íbúum kostur á að taka þátt í að móta framtíðarstefnu sveitarfélagsins í skipulagsmálum. Skipulagið er nú í auglýsingu

Þá mun Landsnet halda kynningu á Suðurnesjalínu 2 á fundinum.