Nýjast á Local Suðurnes

Útlendingastofnun birtir myndir úr Ásbrú – Enginn þarf að dvelja þar gegn sínum vilja –

Útlendingastofnun fjallar sérstaklega um búsetuúrræði umsækjenda um alþjóðlega vernd á Ásbrú í tilkynningu sem birt er á vef stofnunarinnar í dag. Hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd, ásamt stuðningsfólki þeirra hafa mótmælt fyrir framan Alþingi síðustu daga og krafist úrbóta, meðal annars á búsetuúrræðum.

Stofnunin segir búsetuúrræðin vera opin og enginn þurfi að dvelja í þeim gegn sínum vilja. Búsetuúrræðið var tekið til notkunar síðastliðin áramót og nú dvelji þar um 90 karlmenn í tveggja manna herbergjum.

„Útlendingastofnun úthlutar íbúum í úrræðinu strætókortum sem gilda í innanbæjarsamgöngur í Reykjanesbæ. Útlendingastofnun lætur íbúum jafnframt í té strætómiða til að sinna erindum varðandi umsókn sína á höfuðborgarsvæðinu, hvort sem er til að mæta í viðtöl hjá Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála eða talsmönnum Rauða krossins, og til að nýta þjónustu sérfræðilækna og sálfræðinga.“ Segir í tilkynningunni