Nýjast á Local Suðurnes

Íbúum fjölgar og fasteignaverð hækkar í Vogum – Sjáðu dýrasta einbýlishúsið!

Aukin eftirspurn er eftir húsnæði í Sveitafélaginu Vogum á Vatnsleysuströnd, en íbúum í sveitarfélaginu hefur fjölgað töluvert undanfarin tvö ár og er viðbúið að á næstu árum muni fjulgun íbúa halda áfram.

Líkt og í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum hefur húsnæðisverð í Vogum hækkað, en hér fyrir neðan má sjá myndir af dýrasta einbýlishúsinu sem auglýst er til sölu í sveitarfélaginu, ásett verð er tæplega 52 milljónir króna, en um er að ræða vel staðsett og vandað einbýli á einni hæð með tvöföldum bílskúr við Hvammsgötu. Eignin skiptist í 4 svefnherbergi, tvær stofur og tvö baðherbergi, segir í auglýsingu.