Nýjast á Local Suðurnes

Björk framlengir við Njarðvík

Leikstjórnandinn Björk Gunnarsdóttir hefur framlengt samningi sínum við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur til næstu tveggja ára. Björk á meðal sterkustu leikstjórnenda landsins og því fengur fyrir Njarðvíkinga að njóta krafta Bjarkar á áfram.

Björk bætist því í hóp sterkra leikmanna sem hafa framlengt samningum sínum undanfarna daga, en Karen Dögg, Soffía Rún, Júlía Scheving og Linda Þórdís framlengdu við félagið.

Njarðvíkurliðið kom á óvart á síðustu leiktíð og missti naumlega af sæti í úrslitakeppninni, eftir að hafa verið spáð falli fyrir tímabilið.