Nýjast á Local Suðurnes

Víðissigur í grannaslag – Þróttur vann fyrsta leikinn

Víðismenn gerðu góða ferð í Sandgerði í dag þegar liðið lagði heimamenn í Reyni með þremur mörkum gegn engu. Fyrirfram voru Reynismenn taldir sigurstranglegri, enda liðinu spáð einu af efstu sætum deildarinnar. Það voru þeir Milan Tasic, Helgi Þór Jónsson og Róbert Örn Ólafsson sem skoruðu mörk Víðis.

Spútníklið síðasta tímabils í 4. deildinni, Þróttur Vogum lék sinn fyrsta leik í þriðju deildinni í sögu félagsins í dag á Vogarbæjarvellinum. Þróttarar fengu Dalvík/Reyni í heimsókn og héldu uppteknum hætti frá því síðasta sumar, tóku Dalvíkinga í kennslustund og sigruðu 3-0.

Ragnar Valberg Sigurjónsson gerði tvö og Halldór Arnar Hilmisson eitt fyrir Þróttara.