Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík með fullt hús stiga í Inkasso-deildinni

Huginn og Grindavík átt­ust við í loka­leik 2. um­ferðar Inkasso-deildarinnar í knatt­spyrnu í Fella­bæ í dag þar sem sem Grind­vík­ing­ar fögnuðu 1-0 sigri.

Það var sjálfs­mark sem réði úr­slit­um er leikmaður Hugins varð fyr­ir því óláni að skora í eigið mark á 57. mín­útu leiks­ins.

Grind­vík­ing­ar hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í deild­inni og hafa 6 stig eins og Leikn­ir.