Nýjast á Local Suðurnes

Brotist inn í húsnæði björgunarsveitar

Brotist var inn í húsnæði björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði í morgun og töluverðar skemmdir unnar á húsnæði sveitarinnar.

Frá þessu er greint á Facbook-síðu sveitarinnar, en þar er biðlað til þeirra sem upplýsingar geta veitt um grunnsamlegar mannaferðið við húsnæðið um klukkan 6 í morgun að hafa samband við lögreglu. Ekki er ljóst hvort einhverju hafi verið stolið í innbrotinu.