Nýjast á Local Suðurnes

Umfangsmikið fíkniefnamál til rannsóknar

Einn núverandi og tveir fyrrverandi starfsmenn flugþjónustufyrirtækis voru handteknir ís síðustu viku í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál. Vísir.is greinir frá málinu en í frétt á vefnum mun húsleit hafa farið fram í fyrirtækinu.

Samkvæmt frétt Vísis virðist sem málið hafi komið upp við reglubundið umferðareftirlit lögreglunnar á Suðurnesjum. Við leit á heimili eins mannsins fannst mikið magn fíkniefna. Annars vegar sex lítrar af amfetamínbasa sem má áætla að hægt sé að framleiða 30-60 kíló af amfetamíni úr. Hins vegar 2,1 kíló af kókaíni í pappakassa.